Pilates Port - Klassískt Pilates Stúdíó

Velkomin í Pilates Port Klassískt boutique Pilates stúdíó í hjarta Reykjavíkur
þar sem lögð er áhersla á að kenna klassískt Pilates eins og þróað var af frumkvöðlinum Joseph Pilates.
Allir kennarar Pilates Port eru með klassísk kennsluréttindi.

Pilates Port 2024

Tower/dýnu hópnámskeið

Við förum af stað með hin geysivinsælu Tower/dýnunámskeið í hverjum mánuði. í boði eru grunnnámskeið, framhaldsnámskeið o.fl. Námskeiðin eru kennd 2x í viku.

Reformer hópnámskeið

Reformer grunnnámskeið þar sem farið verður vel í allar grunnæfingar á Reformer pilatestækinu. Framhalds námskeið í boði fyrir lengra komna í kerfinu. Námskeiðin eru kennd 2x í viku.

Einka- og dúótímar

Einka- og dúótímar eru sérhannaðir að þörfum og getu hvers iðkanda. Til að kaupa og bóka einka- og dúótíma vinsamlegast hafið samband á info@pilatesport.is.

Ávinningur af Pilates

Þegar Pilates er stundað markvisst upplifa iðkendur aukna orku, einbeitingu og heilt yfir aukna vellíðan á líkama og sál.

Ávinningur af Pilates:

  • Styrkir djúpvöðva líkamans
  • Eykur styrk, liðleika og jafnvægi
  • Bætir líkamsstöðuna
  • Betri líðan í baki, öxlum, mjöðmum og liðum
  • Bætir andlega heilsu
  • Bætir einbeitingu
  • Aukinn liðleiki í hryggjasúlunni 

Pilates Port er búið vönduðum og sérhönnuðum pílatestækjum. Einnig er Pilates Port umboðsaðili framleiðanda tækjanna, Pilates Scandinavia, á Íslandi. Nánari upplýsingar og kaup á tækjum fæst á info@pilatesport.is.

Þér líður betur eftir tíu lotur, lítur betur út eftir tuttugu lotur og færð alveg nýjan líkama eftir þrjátíu lotur.

Joseph Pilates