Joseph Pilates

Joseph Pilates(1883-1967) var snillingur á sínu sviði og langt á undan sinni samtíð. Hann fæddist í þýskalandi árið 1883 og var mikið veikur sem barn og er það meginástæðan fyrir að hann helgaði líf sitt líkamsrækt. Það var svo í fyrri heimsstyrjöldinni sem hann varð innlyksa ásamt öðrum þýskum ríkisborgurum í búðum nálægt Lancaster þar sem hann fór að kenna fólki líkamsæfingar sínar.  Það var þá sem hinar eiginlegu og sönnu Pilates æfingar tóku á sig núverandi mynd. Eftir stríð flutti hann til Bandaríkjanna og á því ferðalagi kynntist hann Klöru,verðandi eiginkonu sinni. Þau stofnuðu eigið studio og leiðbeindu nemendum þar fram yfir 1960. 

Æfingakerfi Joseph Pilates kallaði hann upphaflega “Contrology”, vakti fljótlega athygli og áhuga innan sviðslista. Frá þeirra sjónarmiði, var “Contrology” fullkomin heildræn samhæfing fyrir líkama, hug og anda. Pilates stundaði sjálfur eingöngu sitt eigið kerfi og lifði löngu og heilbrigðu lífi en dó 1967, 87 ára gamall. Í dag er Pilates kerfið stundað um allan heim, jafnt af sviðslista-og íþróttafólki sem og öðru fólki sem lætur sér annt um heilsu sína. Það er enginn vafi á því að hans líkamsræktarkerfi  getur gert kraftaverk þegar það er framkvæmt á réttan hátt af vottuðum Pilates kennurum. 

Þú er eins ungur og hryggurinn þinn er sveigjanlegur.

Joseph Pilates

Pilates er fullkomin samhæfing líkama, huga og anda.

Ef hryggurinn þinn er ósveigjanlega stífur þrítugur, ertu gamall; ef hann er sveigjanlegt um sextugt, þá ertu ungur.