Opna sumartaflan hjá Pilates Port hefst 3. júní. Hægt er að kaupa sumarkort sjá hér eða 10 tíma klippikort. Skráning í tíma með Abler appinu.

PílatesKjarni

Í þessum tímum er farið ítarlega í grunnatriði pilates æfinga á dýnu þar sem lögð er áhersla á markmið æfinganna og að hver iðkandi byggi upp sterkan grunn á sínum hraða. Þessir tímar eru frábærir fyrir þá sem eru að kynnast pilates og einnig fyrir þá iðkendur sem langar að styrkja og skilja enn betur grunnatriði pilates.  

Pílatesflæði

Tímar þar sem farið er meira í framhaldsæfingar Pilateskerfisins. Byggt er á grunninn og lært að gera æfingarnar í réttri röð. Þessir tímar eru fyrir iðkendur sem eru með grunnþekkingu í Pilates. 

 

 

Pilates Port notar skráningarkerfi Abler (fyrrum Sportabler)
Hægt er að ná í appið í Apple store eða Google Play.

Til að nýta nýja kerfið þurfa notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkum í appinu eða á viðeigandi link https://www.sportabler.com/shop/pilatesport .
Um leið og þú lendir þar velur þú innskrá í Sportabler í hægra horninu og getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum.

Til að bóka tíma í appinu:
Sportabler appið opnað – farið á heimaskjáinn eða smellt á húsið sem er neðst vinstra megin á skjánum.
Smellt á “Bóka tíma” uppi í hægra horninu – þá opnast tímataflan.
Smellt á ,,Bóka‘‘ hnappinn hjá æfingunni sem þú vilt skrá þig í – tíminn birtist þá í appinu þínu.