Pilates Port heilsuferð
til La Gomera
Dagana 22. – 29. október 2025
7 daga ferð til eyjunnar La Gomera sem liggur vestan við Tenerife. Gist á Bancal Hotel & Spa 4* – nýju fallegu hóteli í dásamlegu umhverfi.
Verð frá 289.900 á mann
m.v. 2 saman i herbergi með morgunverði.
Pilates Port heilsuferð til náttúrueyjunnar La Gomera
Pilates Port fer í sína fyrstu heilsu- og skemmtiferð til eyjunnar La Gomera 22. – 29. október 2025.
Í ferðinni verður lögð áhersla á að næra líkama og sál í fallegu umhverfi þessarar einstöku eyju. Dvalið verður á nýju heilsuhóteli “Bancal Hotel & Spa” í 7 nætur.
Allir fastir áskrifendur í Pilates Port fá forgang til að bóka í ferðina – takmörkuð sæti.
- Flug til og frá Tenerife með Neos Air
- 7 daga gisting á Bancal Hotel og Spa
- Hálft fæði (valkvætt)
-
Morgunverður (hægt er að greiða sérstaklega fyrir hálft fæði við bókun og bætast þá við 35.000 kr á mann)
- Akstur milli Tenerife flugvallar og ferju
Ekki innifalið:
- Sigling með ferju milli Tenerife og La Gomera. (Pilates Port mun sjá um að bóka ferjuna fyrir alla farþega. Það verður gert nær brottför)
- Skoðunarferðir
- Spa meðferðir
Verð frá 289.900 á mann
m.v. 2 saman i herbergi með morgunverði.

Fararstjóri ferðarinnar er Pilates Port kennarinn, leiðsögumaðurinn og listamaðurinn Jóhann Björgvinsson.
Jói útskrifaðist sem Romana Pilates kennari árið 2002. Hann hefur starfað víða um heim sem Pilates kennari. Jói bjó á Tenerife eyjunni í átta ár og starfaði einnig sem fararstjóri fyrir Heimsferðir og þekkir því La Gomera eyjuna út og inn. Í dag starfar Jóhann einnig sem listmálari.

Dagbjört hjá Heimsferðum sér um allar bókanir og veitir nánari upplýsingar um Heilsuferðina til La Gomara.
Email: sala@heimsferdir.is
Sími: 595-1000
Pilates kennsla
tvisvar á dag
t
Pilates í 5 daga og önnur dagskrá
Pilates kennsla frá Pilates Port verður tvisvar sinnum á dag í fimm daga
Sveinbjörg, Sirrý og Jói munu standa fyrir kennslu á morgnana og eftirmiðdaginn. EInstakt tækifæri til að taka Pilates iðkunina á annað plan og mæta í alla tímana og gera ferðina að einstakri Pilates heilsuferð og ná markmiðum sínum að fullu.
Pilates Port mun einnig vera með dagskrá þar sem hægt verður að skrá sig í gönguferðir, skokkferðir, yoga, hringferð um eyjuna og margt fleira. Greiða þarf sérstaklega fyrir þá þjónustu.

Paradís á jörðu og útsýni á El Teide





Nútímalega hönnuð herbergi með fallegu útsýni
Notaleg herbergi fyrir þá sem eru að leita að hvíld og ró. Njóttu þess að flatmaga á sólarbekk á verönd sem er beint fyrir framan herbergið þitt. Herbergin eru rúmgóð og hægt að velja um tvö einbreið rúm eða king size rúm, með baðherbergi auk annarra þæginda. Herbergin eru tilvalin fyrir einstaklinga eða par.
Úrval veitingastaða matreitt úr organic hráefnum
Matur matreiddur úr gæða hráefni - beint frá býli
Njóttu Kanarí-matargerðar á Bancal og uppgötvaðu ekta matreiðslu frá Kanaríeyjum. Bancal hótelið er með 2 veitingastaði og bar þar sem hægt er að njóta mat matreiddann úr hráefni úr nærumhverfinu og njóta hollustu úr fersku hráefni. Sjá nánar hér






AUALA
spa&nudd
t
AUALA Wellness & Spa
Láttu þér líða vel í afslöppuðu andrúmslofti í ró og næði á Auala Wellness & Spa.
Í AUALA spa finnur þú meðferðir og nudd sem eru sérstaklega hannaðar til að huga að líkama og sál og andlegri vellíðan.
Sjá meðferðir og verð sem er í boði hér