Pilates Port - Klassískt Pilates Stúdíó
Pilates Port 2024
Tower/dýnu hópnámskeið
Við förum af stað með hin geysivinsælu Tower/dýnunámskeið í hverjum mánuði. í boði eru grunnnámskeið, framhaldsnámskeið o.fl. Námskeiðin eru kennd 2x í viku.
Reformer hópnámskeið
Reformer grunnnámskeið þar sem farið verður vel í allar grunnæfingar á Reformer pilatestækinu. Framhalds námskeið í boði fyrir lengra komna í kerfinu. Námskeiðin eru kennd 2x í viku.
Stúdíó hópnámskeið (Reformer&Tower)
Nýjung hjá Pilates Port eru námskeið sem nefnast Pilates Stúdio þar sem 8 iðkendur æfa saman í öllu stúdíóinu og fá að kynnast öllum tækjum stúdíósins. Tveir kennarar kenna námskeiðið.
Ávinningur af Pilates
Þegar Pilates er stundað markvisst upplifa iðkendur aukna orku, einbeitingu og heilt yfir aukna vellíðan á líkama og sál.
Ávinningur af Pilates:
- Styrkir djúpvöðva líkamans
- Eykur styrk, liðleika og jafnvægi
- Bætir líkamsstöðuna
- Betri líðan í baki, öxlum, mjöðmum og liðum
- Bætir andlega heilsu
- Bætir einbeitingu
- Aukinn liðleiki í hryggjasúlunni
Pilates Port er búið vönduðum og sérhönnuðum pílatestækjum. Einnig er Pilates Port umboðsaðili framleiðanda tækjanna, Pilates Scandinavia, á Íslandi. Nánari upplýsingar og kaup á tækjum fæst á info@pilatesport.is.
Þér líður betur eftir tíu lotur, lítur betur út eftir tuttugu lotur og færð alveg nýjan líkama eftir þrjátíu lotur.