
Pilates Reformer námskeið
Reformer námskeið fyrir byrjendur. Förum vel í gegnum allar grunnæfingarnar á Reformernum. Námskeiðið er kennt 2x í viku (10 skipti). Einungis fjórir á hverju námskeiði.
Reformer grunnnámskeið*
1. september – 1. október
Mán og mið kl. 09:00-10:00
Verð: 65.000 kr.
SKRÁNING HÉR
12. ágúst – 11. september
Þri og fim kl. 17:30-18:30
Verð: 65.000 kr. (Uppselt)
SKRÁNING HÉR
*Skilmálar hjá PP
Hvað er Reformer?
Reformer pilates bekkurinn var hannaður af upphafsmanni Pilates tækninnar Joseph Pilates. Iðkandinn notar eigin líkamsþyngd og vöðva til að ýta og draga vagninn eftir ramma bekksins. Alhliða þjálfun sem byggir á fjölda mótstöðuæfinga til að bæta styrk, liðleika, jafnvægi og líkamsstöðu. Pilatesæfingar á reformer tóna og lengja vöðva líkamans.
