Skilmálar Pilates Port

Pilates Port(600123-1060) og kaupandi gera með sér samning við kaup á áskrift, námskeiðum, klippikortum og öðrum viðburðum.  Kaup á aðgangi í pilates eru endanleg. Allar upplýsingar á vefnum okkar eru birtar með fyrirvara um villur og / eða breytingar.
Meðlimir æfa á sína eigin ábyrgð í Pilates Port  og bera sjálfir ábyrgð á sínum eigum/verðmætum. Það er á ábyrgð iðkandans að tilkynna kennara um meiðsl, veikindi eða ástand sem mun hafa áhrif á æfingu iðkanda.

Námskeið
Námskeiðin sem eru í boði hjá Pilates Port eru alla jafna kennd tvisvar í viku og þá á föstum tímum. Með skráningu á námskeið er verið að kaupa pláss en ekki ákveðinn tímafjölda. Komi til þess að þú nýtir ekki hluta af námskeiði bendum við þér á að ráðfæra þig við þinn kennara um hvernig þú getur bætt það upp á meðan á námskeiðstímabilinu stendur. Námskeið eru ekki endurgreidd, en þú getur fengið inneign hjá Pilates Port ef þú afbókar þig af öllu námskeiðinu með 24 klst fyrirvara. Hægt er að kaupa áskrift á námskeið sem gildir í eina önn eða  greitt fyrir stakt námskeið.

Opnir tímar
Boðið er upp á opna tíma í stundatöflu þar sem iðkandi skráir sig sjálfur í gegnum Abler appið.  Fyrirvari er gerður um breytingar á stundatöflu og hægt er að skrá sig og fylgjast með opnum tímum inn á heimasíðu Pilates Port og í gegnum Abler appið. Pilates Port hefur heimild til að leggja niður tíma ef það eru 2 eða færri meðlimir skráðir í tímann, bæði meðlimur og kennari fá tölvupóst. Pilates Port gerir allt í sínu valdi til að byrja og ljúka tímum á réttum tíma. 
 

Áskrift í Pilates
Pilates Port gerir samning við kaupanda um áskrift sem gildir í eina önn í senn og er ekki hægt að segja upp þeirri áskrift heldur endar hún eftir hverja önn. Kaupanda er í boði að skipta greiðslum á þá fjölda mánaða sem áskriftin nær yfir. Áskrift er hægt kaupa bæði fyrir námskeið og opna tíma. 
 

Klippikort
Gilda í alla opna tíma í stundatöflu og taka gildi við fyrsta tíma kaupanda og eru ekki framseljanleg til þriðja aðila, nema með leyfi frá Pilates Port.