Viltu koma í Pilates þegar þér hentar?

10 tíma klippikort

Haust klippikort Pilates Port gildir í alla opna tíma í stundatöflu til 31. desember 2025. Þar sem Pilates er ávanabindandi þá vitum við að kortið þitt muni klárast fyrr svo þá er bara að versla það aftur á þessum sama link 🙂 

 

 

Opnir tímar í áskrift

Haustáskrift í opna tíma í stundatöflu þar sem iðkenndur skrá sig í gegnum Abler í opna tíma að eigin vali. Hægt er að skoða stundatöfluna hér fyrir neðan og einnig sjá hvaða tímar eru í boði inn á Abler. Innifalið í áskriftinni eru  samtals 32 tímar (8 tímar á mánuði) yfir tímabilið frá 1. september til og með 18. desember 2025. Hentar vel þeim sem eru á ferðinni þar sem hægt er að nýta tímana hvenær sem er yfir tímabilið/önnina 2025. Hægt að skipta greiðslum í fernt.

Muna að skrá sig og afskrá sig í tíma á Abler appinu. Hámark sex manns í hverjum tíma.

 

Pilates Port notar skráningarkerfi Abler (fyrrum Sportabler)
Hægt er að ná í appið í Apple store eða Google Play.

Til að nýta nýja kerfið þurfa notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkum í appinu eða á viðeigandi link https://www.sportabler.com/shop/pilatesport .
Um leið og þú lendir þar velur þú innskrá í Sportabler í hægra horninu og getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum.

Til að bóka tíma í appinu:
Sportabler appið opnað – farið á heimaskjáinn eða smellt á húsið sem er neðst vinstra megin á skjánum.
Smellt á “Bóka tíma” uppi í hægra horninu – þá opnast tímataflan.
Smellt á ,,Bóka‘‘ hnappinn hjá æfingunni sem þú vilt skrá þig í – tíminn birtist þá í appinu þínu.