Um Pilates Port
Pilates Port er boutique Pilates stúdíó í hjarta Reykjavíkur þar sem við bjóðum upp á Pilatesiðkun fyrir alla í fallegu og hlýlegu umhverfi. Við leggjum áherslu á að auka andlega vellíðan iðkenda okkar og því bjóðum við upp á persónulega og faglega þjónustu þar sem hverjum og einum er mætt á sínum forsendum og upplifi sig strax sem hluti af Pilates samfélaginu okkar. Í Pilates Port bjóðum við upp á tíma við allra hæfi fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Tímarnir eru kenndir af vottuðum Pilates kennurum þar sem æfingar fara fram á dýnum og í sérhönnuðum Pilates tækjum.
Vinsamlegast hafið samband á info@pilatesport.is til að festa tíma með kennara í einka- og dúótíma.
Í Pilates Port:
- mætum við tímanlega
- skiljum við símana eftir og án hljóðs
- erum við í léttum íþróttaklæðnaði
- erum í hreinum sokkum
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Sveinbjörg er menntaður dansari frá Alvin Ailey A.D.C í New York (1995) og með meistaragráðu í kóreógrafíu frá Fontys háskólanum í Holland (2008). Hún hefur starfað sem danslistakona í leikhúsum borgarinnar og víða erlendis undanfarin 28 ár. Meðfram listinni hefur hún ávallt sinnt kennslu og starfaði m.a við Listaháskóla Íslands sem prófessor og fagstjóri dansbrautar á árunum 2011-2021. Sveinbjörg kynntist fyrst pílates á námsárum sínum í New York og heillaðist strax að kerfinu og hefur allar götur síðan stundað tæknina. Hún lét svo verða að því að taka kennararéttindi í Romanas Pilates frá Haag í Hollandi (2022) undir handleiðslu meistara kennarans Marjorie Oron. Sveinbjörg er einnig með kennsluréttindi í Hatha Yoga frá Ubud, Bali.
Sveinbjörg er vottaður Pilates kennari frá Romana´s Pilates International.
Nánar hér: Romana’s Pilates:
Til að panta einka- eða dúótíma hjá Sveinbjörgu vinsamlega sendið póst
á info@pilatesport.is eða hafið samband í síma 697-7140.
Sigríður Sigurjónsdóttir (Sirrý)
Sirrý hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur heilsu og fólki almennt, enda þekkt fyrir að vera forvitin að eðlisfari. Hún stundaði fimleika sem barn og tók Diploma í nútímadansi frá Listdansskóla Íslands árið 2004. Sálfræðin varð svo hennar hjartansmál og er með B.Sc. frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Háskólanum í Stokkhólmi og hefur unnið bæði í Stokkhólmsháskóla og Háskólanum í Reykjavík sem rannsakandi og kennari í sálfræði. Í dansnáminu kynntist hún Pilatesi og heillaðist af þessari tegund líkamsræktar. Hún glímdi við bakvandamál vegna skekkju í mjöðm í mörg ár og eftir að hafa kynnst Pilatesi að þá finnur hún varla fyrir bakinu og lét draum sinn rætast að verða Pilates kennari og tók kennararéttindi í Romana´s Pilates frá Haag í Hollandi (2022) undir handleiðslu meistara kennarans Marjorie Oron.
Sirrý er vottaður Pilates kennari frá Romana´s Pilates International.
Nánar hér: Romana’s Pilates:
Til að panta einka- eða dúótíma hjá Sirrý vinsamlega sendið póst
á info@pilatesport.is eða hafið samband í síma 848-8723.
Jóhann Freyr Björgvinsson
Jóhann Freyr Björgvinsson útskrifaðist sem Pilates kennari árið 2002 í Atlanta, Georgia þar sem hann hlaut þjálfun og leiðsögn frá hinni virtu Romana Kryzanowska. Hann hefur starfað víða um heim sem Pilates kennari m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Spáni. Jóhann hefur bókstaflega dansað sig í gegnum lífið en hann stundaði ballet nám frá 11 ára aldri í Listdansskóla Þjóðleikhússins og útskrifaðist að lokum sem atvinnudansari frá Konunglega Sænska Ballettskólanum árið 1993. Hann starfaði sem dansari um áraraðir hjá Íslenska dansflokknum ásamt því að hafa dansað við Ballet Austin í Texas, í Bretlandi og Svíþjóð. Jóhann kynntist Pilates kerfinu eftir áralöng meiðsl og þar fann hann æfinga tækni sem tók heildstætt á að styrkja og teygja líkamann og að lokum náði hann fullri líkamlegri heilsu sem endaði á að hann fór í Pilates nám í Bandaríkjunum. Í dag starfar Jóhann einnig sem listmálari.
Til að panta einka- eða dúótíma hjá Jóhanni vinsamlega sendið póst
á joipilates@gmail.com eða info@pilatesport.is eða hafið samband í síma 822-9089.
Þyri Huld (stundakennari)
Þyri Huld dansaði með Íslenska dansflokknum frá 2010-2023 og hlaut margar tilnefningar og verðlaun sem danshöfundur og dansari. Má þar nefna 3 Grímuverðlun sem dansari ársins.
Þyri kynntist fyrst Pilates þegar hún var í dansnámi og stundaði hún pilates allan sinn dansferil. Hún kynntist mætti pilates þegar hún var að jafna sig eftir erfið meiðsli og eftir að hafa eignast tvö börn.
Það var því ekkert annað sem kom til greina eftir dansferilinn en að fara út í Romana Pilates kennaranám. Þyri er búsett í Hollandi þar sem hún lærir af meistara Marjorie Oron level X og Jane Poerwoatmodjo level 3 kennarar.
Til að panta einka- eða dúótíma hjá Þyri Huld vinsamlega sendið póst á thyrihuld@gmail.com eða info@pilatesport.is