Sumar í Pilates Port 2024

Reformer studio/ basic námskeið

Reformer studio/basic námskeið þar sem farið verður vel í allar grunnæfingar á reformer pilatestækinu. Námskeiðið er kennt 2x í viku í 4 vikur á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Sumaráskrift í hóptíma í stundatöflu

Dýnutímar og wall units Pilatestæki. Úval tíma fyrir áskriftameðlimi og þá sem kaupa klippikort og geta valið úr tímum samkvæmt stundatöflu.

 

Einkatímar/dúó - Reformer og Cadillac

Einkatímar eru sérhannaðir að þörf og getu hvers iðkanda. Í dúó tíma eru tveir iðkendur samtímis og eru tímarnir sérhannaðir að þörfum og getur iðkandanna.
Sjá nánar 

Opnir tímar í Pilates Port frá 3. júní til 31. ágúst

Munið að skrá ykkur inn þegar þið mætið í tíma.
Afbóka verður í tíma með 24 klk. fyrirvara .

PílatesKjarni

Í þessum tímum er farið ítarlega í grunnatriði pilates æfinga á dýnu þar sem lögð er áhersla á markmið æfinganna og að hver iðkandi byggi upp sterkan grunn á sínum hraða. Þessir tímar eru frábærir fyrir þá sem eru að kynnast pilates og einnig fyrir þá iðkendur sem langar að styrkja og skilja enn betur grunnatriði pilates.  

PílatesFlæði

Tímar þar sem farið er meira í framhaldsæfingar Pilateskerfisins. Byggt er á grunninn og lært að gera æfingarnar í réttri röð. Þessir tímar eru fyrir iðkendur sem eru með grunnþekkingu í Pilates. 

 

Ávinningur af Pilates

Þegar Pilates er stundað markvisst upplifa iðkendur aukna orku, einbeitingu og heilt yfir aukna vellíðan á líkama og sál.

Ávinningur af Pilates:

  • Styrkir djúpvöðva líkamans
  • Eykur styrk, liðleika og jafnvægi
  • Bætir líkamsstöðuna
  • Betri líðan í baki, öxlum, mjöðmum og liðum
  • Bætir andlega heilsu
  • Bætir einbeitingu
  • Aukinn liðleiki í hryggjasúlunni 

Pilates Port er búið vönduðum og sérhönnuðum pílatestækjum. Einnig er Pilates Port umboðsaðili framleiðanda tækjanna, Pilates Scandinavia, á Íslandi. Nánari upplýsingar og kaup á tækjum fæst á info@pilatesport.is.

Þér líður betur eftir tíu lotur, lítur betur út eftir tuttugu lotur og færð alveg nýjan líkama eftir þrjátíu lotur.

Joseph Pilates