Pilates Port til Húsavíkur
Pilates Port er boutique Pilates stúdíó í Reykjavík(www.pilatesport.is) þar sem við leggjum mikla áherslu á að kynna Pilates fyrir öllum á Íslandi.
Kennari námskeiðsins er Sigríður Sigurjónsdóttir(Sirrý) sem er klassísk menntaður Pilateskennari frá Hollandi og er eigandi Pilates Port. Sjá frekari upplýsingar um Sirrý á heimasíðu stúdíósins.
Á þessu námskeiði verða fyrstu tveir tímarnir kenndir í Íþróttahöllinni á Húsavík og svo verða átta tímar kenndir á netinu þar sem iðkendur velja sér stað og stund til iðkunar. Hér verða iðkendur kynntir fyrir klassíska pilateskerfinu og farið verður í grunnæfingar kerfisins sem auka miðjustyrk og liðleika líkamans.
Tveir tímar kenndir í Íþróttahöllinni á Húsavík:
Föstudaginn 11. október frá kl. 17:00 – 17:50
Laugardaginn 12. október frá kl. 10:00 – 10:50
8 tímar kenndir á netinu.
Eingöngu 20 pláss í boði
Verð: 34.900 kr.